top of page

Acerca de

Clouds

Skráning fasteigna

Skráning fasteigna

Fasteign er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt. Allar fasteignir skulu skráðar í fasteignaskrá. 

Í fasteignaskrá er að finna allar grunnupplýsingar um lönd, lóðir og spildur auk upplýsinga um fasteigna- og brunabótamat, stærðir, staðföng og auðkennisnúmer fasteigna. Þá eru þar upplýsingar um mannvirki og hlunnindi sem tilheyra fasteigninni.

Allar leiðréttingar og breytingar á skráningu í fasteignaskrá fara í gegnum viðkomandi sveitarfélag.

Direkta veitir ráðgjöf og aðstoð við að leiðrétta skráningu fasteigna í fasteignaskrá og/eða þinglýsingabók.

bottom of page