top of page
Traust, persónuleg og lausnamiðuð þjónusta
Direkta lögfræðiþjónusta býður upp á persónulega, faglega og lausnamiðaða þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á eigna- og erfðarétt enda búa eigendur yfir mikilli þekkingu og reynslu á þeim sviðum. Direkta lögfræðiþjónusta sér þó ekki um málflutning fyrir dómstólum en Direkta er ekki lögmannsstofa.
Sem dæmi um þjónustu má nefna aðstoð vegna fasteignaskráningar og fasteignamats, stofnun fasteigna, uppskiptingu lands, gerð eignaskiptayfirlýsinga, aðstoð vegna þinglýsinga, samskipti og erindi til stofnana og sveitarfélaga, kærur til úrskurðanefnda auk allrar lögfræðilegrar skjalagerðar. Jafnframt gerð erfðaskráa, kaupmála, uppgjör á dánarbúum og margvíslega ráðgjöf sem tengist erfða- og sifjamálum.
Almenn þjónusta
bottom of page