top of page

Acerca de

Steep Mountains

Eignaskipta-yfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsing er skjal sem gert er á grundvelli fjöleignarhúsalaga og kveður á um skiptingu fjöleignarhúss. Skjalið inniheldur lýsingu á húsinu og lóð þess og mælir fyrir um skiptingu í séreignir, sameign allra og sameign sumra. Þar koma fram hlutfallstölur eigna í húsi og lóð.

Einnig má gera eignaskiptayfirlýsingu um lóðarhlutdeild, sem byggir á lögum um skráningu og mat fasteigna. Eignaskiptayfirlýsing er samþykkt af sveitarfélagi og í framhaldi þinglýst.

Direkta tekur að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga og eftirfylgni við þær hjá viðkomandi stjórnvöldum.

bottom of page