top of page

Acerca de

Cloudy Day

Landamerki

Landamerki

Eigendum ber að ganga frá landamerkjum eigna sinna. Gera þarf landamerkjalýsingu ásamt hnitsettum uppdrætti. Með landamerkjalýsingu er fyrst og fremst átt við að lýst sé með orðum þeim landamerkjum sem fram koma á uppdrættinum, til hvaða fasteigna hún tekur og hvaða heimildir liggja til grundvallar.

Á uppdrætti koma fram ýmsar grunnupplýsingar til fyllingar landamerkjalýsingunni, svo sem hnitaskrá og dagsetning mælinga. Áður en hægt er að þinglýsa landamerkjalýsingunni þarf viðkomandi sveitarfélag að staðfesta uppdráttinn með áritun og fylgir hann svo landamerkjalýsingunni í þinglýsingu.

 

 

Direkta tekur að sér ráðgjöf og aðstoð við gerð landamerkjalýsinga og annarra skjala vegna þinglýsingar landamerkja ásamt eftirfylgni hjá viðkomandi stjórnvöldum.

bottom of page