Acerca de
Fasteignamat
Fasteignamat
Fasteignamat er gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði haft í kaupum og sölum í febrúarmánuði ár hvert.
Tilgangur fasteignamats er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir álagningu opinberra gjalda en fasteignamatið er stofn fasteignagjalda og erfðafjárskatts.
Mikilvægt er að eigendur gangi úr skugga um að upplýsingar um fasteignir þeirra séu rétt skráðar. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, þá skal koma athugasemdum á framfæri við byggingarfulltrúa í viðeigandi sveitarfélagi, en ef eigendur fasteignar telja að fasteignamat hennar endurspegli ekki gangverð þá er hægt að gera athugasemd við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eða sækja um endurmat.
Direkta veitir ráðgjöf og aðstoð í tengslum við mál er varða leiðréttingu og /eða endurmat á fasteignamati.